top of page

Hver er ég?

Hæ, ég heiti Stefán en flestir þekkja mig sem Stebba. Ég er fæddur 1986 og blanda saman mínu daglega starfi sem verkefnastjóri við mína sönnu ástríðu: að búa til stemningu með tónlist.

Fátt gleður mig meira en að spila og syngja með öðrum. Ég hóf trúbadoravegferðina mína formlega sumarið 2023, þar sem ég ýtti mér út fyrir þægindarammann til að vaxa sem tónlistarmaður. Skammtímamarkmiðið er að hafa gaman af þessu, en á sama tíma bæta gítar og söng hratt og örugglega. Langtímamarkmiðið mitt er að hætta í dagvinnunni þegar börnin eru orðin nógu stór, svo ég geti trúbbað á kvöldin á suðrænum stað og spilað golf með fjölskyldu og vinum á daginn.

Konseptið

Nokkurra laga singalong stemmari þar sem eina leiðin til sigurs er að syngja með og hafa gaman!

Algjört less is more konsept. 

 

Gestirnir geta valið lögin sjálfir í gegnum lifandi kosningu. Svo er ég með þráðlausa mæka sem fljóta milli gestanna sem geta unnið sig inn í Fimmu klíkuna (sjá neðar). Stundum er ég líka með auka gítar meðferðis ef einhver skyldi vilja taka lagið með mér (eða bara til að láta taka mynd af sér með gítar í miðju giggi).

Öll lögin á fimman.is kann ég utanbókar, sem hjálpar mér að einblína á að tengjast gestunum betur og gera partýið persónulegra. Textarnir við öll lögin eru aðgengilegir hér (og í gegnum kosninguna) til að auðvelda öllum að taka þátt í gleðinni.

 

Ég er kannski ekki besti söngvarinn eða gítarleikarinn, en ég legg mig alltaf allan fram til þess að tryggja að dagurinn ykkar sé að minnsta kosti aðeins betri eftir mitt stutta innlit!

Bókun / Fyrirspurn

 

Rukkunarhlutinn er sá partur af þessu öllu sem mér finnst langminnst skemmtilegur – þannig að hann er í sjálfsafgreiðslu.
Neðangreindar skýringar eru til að útskýra forsendur reiknivélarinnar sem er á forsíðunni. Ég treysti fólki og það eru engar gildrur hér ✌️

🔁 Hefurðu bókað mig áður? Þá ertu í klíkunni og færð auðvitað 20 þús auka afslátt!

 

Svo er möguleiki á að lækka verðið um 25 þús til viðbótar með ýmsum öðrum einstaklingsmiðuðum afsláttarmöguleikum 👇

  • 👥 Fylgirðu Facebook síðunni og Instagramminu? → 5️⃣þús
    (því án ykkar væri ég ekki hér)

  • 🏡 Gigg er í heimahúsi → 5️⃣þús
    (home sweet home)

  • 🤫 Giggið er surprise → 5️⃣þús
    (surprise er hressandi)

  • 🧍Ertu einstaklingur → 5️⃣þús
    (ekki fyrirtæki, auðvitað færðu auka afslátt!)

  • 🙋‍♂️ ... og ertu líka einn að splæsa? → 5️⃣þús
    (átt þetta skilið!)

Svo er bara spurning hvort þið viljið laufléttan hálftíma eða lauflétta Fimmu. Fimman kostar 15.000 krónum meira vegna þess að prógrammið er lengra og því fylgir talsvert meira umstang.

Fimman er upphaflega konseptið sem hefur alltaf verið að þróast og er hlaðið svo mörgum íhlutum að það tekur alveg hátt í klukkutíma með öllu. 

Í Fimmunni gefum við okkur smá tíma í að salurinn kjósi sína Fimmu (fimm lög) og við syngjum þau lög saman í fullri lengd. Textarnir við lögin fást í gegnum kosninguna og prógrammið andar alveg nægilega vel til þess að allir geti farið í textana þar til að syngja með. Ég kem með aukagítar og allt að fjóra þráðlausa mic'a fyrir hópinn til að nota.

 

Hálftíminn er lightweight útgáfa af Fimmunni. Keyrsluprógramm þar sem ég mæti tengdur og byrja strax að spila brot úr einhverjum slögurum á meðan þið kjósið hvaða lög þið viljið heyra og á einhverjum tímapunkti svissa ég yfir í þau lög og keyri í gegnum eins mörg lög ég mögulega get á hálftíma. Einn auka þráðlaus mic með í för fyrir veislugesti til að stela sviðsljósinu og vinna sig inn í Fimmu klíkuna. Fullkomið þegar er farið að líða aðeins á kvöldið og á stærri viðburðum þar sem rýmið til að spjalla og gefa sér tíma í hlutina er minna.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn :) Ég reyni að svara öllum fyrirspurnum fyrir lok dags!

Reikningsupplýsingar

150686-3349

0123-15-136108

 

❤️ Af hverju ekki að prófa nýja leið til að styðja gott málefni? Það jafngildir nefnilega greiðslu að senda skjámynd af framlagi til góðgerðasamtaka!

Hvað er það versta sem getur gerst?

Prógrammið er bara ca. hálftími og kostar ekki hálfan handlegg. Þið setjið playlistann aftur í gang og hlæjið bara að þessu. Ég fer með það sem betur hefði mátt fara í reynslubankann og geri betur næst.

Niðurstaðan: Allir græða!

Sími og netfang

618-1819

stebbitonlist@gmail.com

fyrirspurn
Tegund
bottom of page