Síðan er aðallega hugsuð fyrir símann - en ég tek glaður við desktop tips&tricks
Nokkur lög?
Hver er ég?
Hæ, ég heiti Stefán en flestir þekkja mig sem Stebba. Ég er fæddur 1986 og blanda saman mínu daglega starfi sem verkefnastjóri við mína sönnu ástríðu: að vera trúbador.
Fátt gleður mig meira en að spila og syngja með öðrum. Ég hóf trúbadoravegferðina mína formlega sumarið 2023, þar sem ég ýtti mér út fyrir þægindarammann til að vaxa sem tónlistarmaður. Skammtímamarkmiðið er að hafa gaman af þessu, en á sama tíma bæta gítar og söng hratt og örugglega. Langtímamarkmiðið mitt er að hætta í dagvinnunni þegar börnin eru orðin nógu stór, svo ég geti trúbbað á kvöldin á suðrænum stað og spilað golf með fjölskyldu og vinum á daginn.
Konseptið
Nokkurra laga singalong stemmari þar sem eina leiðin til sigurs er að syngja með og hafa gaman!
Gestirnir geta valið lögin sjálfir í gegnum lifandi kosningu. En annars mæti ég bara og tek nokkra mainstream slagara sem allir þekkja ef þið látið mig vita að þið viljið sleppa kosningunni.
Svo er ég með tvo þráðlausa mæka sem fljóta milli gestanna sem geta unnið sig inn í Fimmu klíkuna (sjá neðar). Stundum er ég líka með auka gítar meðferðis ef einhver skyldi vilja taka lagið með mér.
Öll lögin á fimman.is kann ég utanbókar, sem hjálpar mér að einblína á að tengjast gestunum betur og gera partýið persónulegra. Textarnir við öll lögin eru aðgengilegir hér (og í gegnum kosninguna) til að auðvelda öllum að taka þátt í gleðinni.
Ég er kannski ekki besti söngvarinn eða gítarleikarinn, en ég legg mig alltaf allan fram til þess að tryggja að dagurinn ykkar sé að minnsta kosti aðeins betri eftir mitt rúmlega hálftíma innlit!
Bókun / Fyrirspurn
Ég geri alltaf ráð fyrir að verið sé að bóka Fimmu™️- sem er akkúrat mátulega langt prógram að mínu mati. Ég mæti og poppa upp stemninguna og skil ykkur svo eftir í glimrandi góðu skapi ca. 40 mín eftir að ég mætti á svæðið. Less is more konsept sem svínvirkar.
Rukkunarhlutinn er sá partur af þessu öllu sem mér finnst langminnst skemmtilegur – þannig að hann er í sjálfsafgreiðslu.
Neðangreindar skýringar eru til að útskýra forsendur reiknivélarinnar sem er á forsíðunni. Ég treysti fólki og það eru engar gildrur hér ✌️
Byrjum að leika okkur með verðið með því að stilla hámarksverðið af út frá fjölda gesta:
Max 50 þús ef 8 eða færri
Max 65 þús fyrir 9 til 50
Max 80 þús fyrir 50+
... og svo tekur gamanið við fyrir þá sem elska góða díla og afslætti!
🔁 Hefurðu bókað mig áður? Þá ertu í klíkunni og færð auðvitað 20 þús auka afslátt!
Svo er möguleiki á að lækka verðið um 25 þús til viðbótar með ýmsum öðrum einstaklingsmiðuðum afsláttarmöguleikum 👇
-
👥 Fylgirðu Facebook síðunni og Instagramminu? → –5️⃣þús
(því án ykkar væri ég ekki hér) -
🏡 Gigg er í heimahúsi → –5️⃣þús
(home sweet home) -
🤫 Giggið er surprise → –5️⃣þús
(surprise er hressandi) -
🧍Ertu einstaklingur → –5️⃣þús
(ekki fyrirtæki, auðvitað færðu auka afslátt!) -
🙋♂️ ... og ertu líka einn að splæsa? → –5️⃣þús
(átt þetta skilið!)
📅 Það er óþarfi að ofhugsa málið því þetta eru bara nokkur lög (30 mín’ish prógramm) og kostar ekki hálfan handlegg 😄
Reikningsupplýsingar
150686-3349
0123-15-136108
❤️ Af hverju ekki að prófa nýja leið til að styðja gott málefni? Það jafngildir nefnilega greiðslu að senda skjámynd af framlagi til góðgerðasamtaka!
Hvað er það versta sem getur gerst?
Prógrammið er bara ca. hálftími og kostar ekki hálfan handlegg. Þið setjið playlistann aftur í gang og hlæjið bara að þessu. Ég fer með það sem betur hefði mátt fara í reynslubankann og geri betur næst.
Niðurstaðan: Allir græða!