top of page

Vertu hjá mér

Una Torfa, Jón Jónsson

2025

Fann enga stuðla og fann ekkert rím

Kannski engin furða að orð væru týnd

Því sama hver setti þau saman í línur

Þau mundu aldrei sýna hvað mér í brjósti býr


Myndlíking gæti aldrei fangað þá mynd

Ég reyni en næ ekki að ramma það inn

Þú ert þúsundir stjarna sem sindra og synda

Í himinsins hafi alheimurinn minn


Ég yrki ástarljóð

Allt er tileinkað þér

Þú ert tungl og sól

Heldur lífinu í mér


Því þú elskar mig

Alveg eins og ég er

Taktu alla mína ævidaga og nætur

Vertu hjá mér, alla mína ævidaga og nætur

Vertu hjá mér


Orðin mín þurfa að komast til þín

Þarf enga stuðla og þarf ekkert rím

Fullkomnun finnst ekki í orðunum

Hún er í augunum þínum brosandi til mín


Óóó

Ég yrki ástarljóð

Allt er tileinkað þér

Þú ert tungl og sól

Heldur lífinu í mér


Því þú elskar mig

Alveg eins og ég er

Taktu alla mína ævidaga og nætur

Vertu hjá mér, alla mína ævidaga og nætur

Vertu hjá mér


Alltaf, hjartað

taktfast slær í mér!

Þarf að fá að anda, lifa

vera nálægt þér!

Þvílík gæfa, lífið með þér er...


Ég yrki ástarljóð

Allt er tileinkað þér

Þú ert tungl og sól

Heldur lífinu í mér


Því þú elskar mig

Alveg eins og ég er

Taktu alla mína ævidaga og nætur

Vertu hjá mér, alla mína ævidaga og nætur

Vertu hjá mér, alla mína ævidaga og nætur

Vertu hjá mér, alla mína ævidaga og nætur

Vertu hjá mér

bottom of page