top of page
Síðan er aðallega hugsuð fyrir símann - en ég tek glaður við desktop tips&tricks
Stál og hnífur
Bubbi
1980
Þegar ég vaknaði um morguninn,
er þú komst inn til mín,
hörund þitt eins og silki,
andlitið eins og postulín.
Við bryggjuna bátur vaggar hljótt
í nótt mun ég deyja.
Mig dreymdi dauðinn sagði: „Komdu fljótt,
það er svo margt sem ég ætla þér að segja.“
Ef ég drukkna, drukkna í nótt,
ef þeir mig finna.
Þú getur komið og mig sótt,
þá vil ég á það minna.
Stál og hnífur er merkið mitt,
merki farandverkamanna.
Þitt var mitt og mitt var þitt
meðan ég bjó á meðal manna.
bottom of page